Friday, October 15, 2010

Jimmy Choo


sá þessa mynd í nýlegu blaði af Grazia og tók strax eftir þessum grúvi hlébarða Jimmy Choo strigaskóm...ógeðslega flottir og sérstaklega við þetta outfit. öö já verðið á þessum elskum: 70 þús. kr ... fyrir strigaskó? held ekki. en flottir eru þeir!

Tuesday, September 7, 2010

Asos

Vetrarlínan frá Asos er svo girnileg...ég er líka að fíla hausttískuna yfir höfuð svo vel - miklu meira af jarðlitum eins og t.d. brúnum, camel og army grænum. Ég er allavega komin með svolítið nóg af svörtu ofan á svart. Hér eru alveg þónokkuð mörg vetrarlook frá Asos sem ég er að fíla, þeir fá alveg plús fyrir töff stíliseringu.

















Saturday, August 28, 2010

P.S. I Made This

...er ótrúlega sniðug síða fyrir þær sem hafa gaman að því að "föndra" sér tískuföt og -aukahluti. DIY hefur aldrei verið vinsælla, sérstaklega af því að fólk hefur minna á milli handanna núna plús hvað það er bara skemmtilegt að búa til eitthvað sjálf. En þessi síða er algjör snilld af því hvert DIY verkefni er sett svo skemmtilega upp. Fyrst er svona "inspiration board" með myndum úr ýmsum áttum sem er fyrirmyndin og síðan eru leiðbeiningar hvernig maður á að fara að því að gera sjálfur.


www.psimadethis.com
P.S.- I Made This...
is a movement.
It's a call to action to re-imagine, re-use and re-invent.
I see it. I like it. I make it.
Erica sem er með síðuna var síðan að gefa út bókina P.S. I Made This og ég mun alveg örugglega panta mér á Amazon. Hún er á $12.89 sem eru um 2.700 (með sendingarkostn. og vsk).

GS Skór vs Asos

Sá þessa skó frá Mentor á Facebook síðunni hjá GS Skóm...frekar töff skór og allt það - en verðið: 39.990. Sorrí en ég bara myndi aldrei eyða 40 þúsund kalli í skó sem þessa.


Það borgar sig ef manni langar í eitthvað svona dýrt að eyða smá tíma í að reyna að finna eitthvað svipað, t.d. á netinu. Því oftast er hægt að finna ódýrari álíka vöru fyrir helmingi lægra verð - eins og t.d. í þessu tilfelli fann ég nokkuð svipaða skó á Asos, sem mér finnst reyndar eiginlega bara flottari. Og verðið: ca 17.780 kr. (og þá er ég að taka með sendingarkostnað til landsins + toll + vsk, s.s. endanlegt verð!)

Pamela Love

Pamela Love er geeeðveikur skartgripahönnuður. Skartið hennar er úr frekar grófu gulli og silfri og hún formar það eins og fuglahauskúpur, arnaklær, vígtennur og fleira. Hún er í miklu uppáhaldi hjá Olsen tvíburunum, sem segir eiginlega allt sem segja þarf ;) En hér er svona klassískt Pamela Love skart:


Ég er búin að sjá fullt af skarti á Asos í þessum stíl fyrir slikk miðað við skartið hennar Pamelu. Hérna er eitthvað af því sem mig langar í og gæti alveg vel ratað í körfuna.


ASOS Wrap Around Claw Ring
- 6 pund (1.550 kr m.tolli og vsk). Líka til í silfur

ASOS Set of Two Carved Animal Rings - 6 pund (1.550 kr m.tolli og vsk)

ASOS Spike Pendant - 6 pund (1.550 kr m.tolli og vsk)

ASOS Mini Metal Spike Drop Earrings - 4 pund (1.030 kr m.tolli og vsk)


ASOS Bird Skull Pendant Necklace - 8 pund (2.070 kr m.tolli og vsk)

ASOS Skinny Bracelet with Skull Charm - 6 pund (1.550 kr m.tolli og vsk)

ASOS Double Ring Pack with Hanging Chain Attachment - 8 pund (2.070 kr m.tolli og vsk)

Thursday, August 26, 2010

Bloglooovin

Bloglovin er mesta snilldin sem birst hefur á internetinu í langan tíma fyrir tískublogg lovera. Það þekkja þessu síðu örugglega mjög margir en langaði samt að benda á hana, svona fyrir þessa hina.

www.bloglovin.com

-Tjékk it!